<$BlogRSDUrl$>

Samfélagsrýni, pælingar um lífið og tilveruna og annað sem mér dettur í hug.

þriðjudagur, febrúar 24, 2004

Beðið eftir Godot...
Hm... fór einu sinni á þetta leikrit í Borgarleikhúsinu. Get nú ekki sagt að mér hafi þótt það skemmtilegt. Slapp fyrir hlé en eftir hlé var bara endurtekning (sem var náttúrulega "the whole point" með leikritinu....). En hvað um það - ég á þetta til - að gleyma núinu að því ég er alltaf að bíða eftir morgundeginum. En þetta er ágæt áminning um að vera duglegri að lifa fyrir daginn í dag.
You're Waiting for Godot!

by Samuel Beckett

Many people think you're extremely dull, but you're just trying to
patient. Really patient. Patient to the point of absurdity, quite frankly. Whatever
you're waiting for isn't going to just come along, so you can stop waiting. I promise.
Move on with your life. Change of scenery might do you good. Heck, any scenery might
do you good. In the meantime, you do make for very interesting conversation.Take the Book Quiz
at the Blue Pyramid.

fimmtudagur, febrúar 12, 2004

Peningar
Fékk loksins borgað fyrir vinnu frá því í desember og janúar. Þýðir að ég get frestað því að fara í yfirdrátt a.m.k. um einhverjar vikur. Jibbý ;-)
Vetnisstrætó
Framtíðin er fyrir utan gluggann minn. Á hverjum degi sé ég leið 2 í strætó keyra hringtorgið sem blasir við þegar ég lít út. Oft eru þar vetnisstrætóar á ferð og þegar ég sé þá fer ég oft að velta fyrir mér framtíðinni. Er vetnið sú lausn sem margir binda vonir við eða munu örlög vetnisbifreiða verða lík rafbílinum? Sniðugir og flottir tæknilega, möguleikar á vistvænni orkunotkun, en ná samt einhvernvegin aldrei neinni útbreiðslu. Það verður spennandi að sjá hver staða mála verður eftir svona 30 til 50 ár.
Fegrunaraðgerðir
Hvað finnst þér um fegurðaraðgerðir? Þetta er víst mál málanna þessa dagana. Ef vel útlítandi manneskja fer í lýtaaðgerð hvert er þessi veröld þá komin? Ég er ekki alveg viss hvað mér finnst um þetta. Ég raka hárin undir höndunum og læt setja lit í hárið. Það er ekkert óskaplega langt síðan það þótti asnalegt og bera vott um að maður væri ekki ánægður með sínar guðsgjafir. Í dag þykir hárlitun og háreyðing sjálfsagt mál og enginn neitt að spá sérstaklega í það. Kannski verður það eins eftir einhver ár eða áratugi með aðrar og róttækari aðgerðir til að lappa upp á útlitið. Ég held samt að aðal ástæðan fyrir því að ég sé ekki mikið að velta þessu fyrir mér er að ég hef engar sérstakar áhyggjur af þessu. Fær mig hvorki til að langa minna að meira í einhverja fegrunaraðgerð sjálf. En móðurinn, sem þolir ekki athyglina sem beinist að dóttur sinni sem hún hefur greinilega alltaf verið hrikalega afbrýðisöm út í, er óskaplega vandræðanlegur þáttur í þessu öllu saman. Þannig að í gær þegar hún mætti í sjónvarpið til að fá sinn skerf af athygli þá skipti ég um stöð.

miðvikudagur, febrúar 11, 2004

Í heldur betra stuði í dag en undanfarna daga. Ég fór á fyrirlestur um mátt ímyndunaraflsins í hádeginu í dag og hvort sem það var nú fyrirlestrinum að þakka eða einhverju öðru komst ég loksins á smá hugmyndaflug um hugsanlega framtíðarmöguleika. Á morgun ætla ég að halda áfram að vinna úr einhverjum þessara hugmynda.

Annað er svo sem ekki í fréttum í augnablikinu. Nema það að mér finnst ég hafa staðið mig rosalega vel í heilsusamlegu líferni undanfarnar vikur, bæði hvað varðar hreyfingu og hóflegt matarræði. Húrra fyrir mér. Ætla mér að halda þessu átaki áfram næstu vikurnar.

mánudagur, febrúar 09, 2004

Hef eytt deginum í að skoða internetið og velta fyrir mér mismunandi leiðum til að koma í veg fyrir gjaldþrot!!! Eftir þær heldur niðurdrepandi hugleiðingar er stefnan sett á LaugarSpa þar sem ég ætla að eyða tímanum í hlaupatæki með heyrnartólin stillt á Rás1 kl. 16.15 í dag - en þá á víst að spila frá tónleikunum sem ég söng á í gær. Kórinn hjálpar til við að halda geðheilsunni þessa dagana og tónleikarnir tókust vel. Þeir sem hlustuðu voru í það minnsta afar ánægðir og við sem sungum skemmtum okkur vel.

Fann annars eina stöðu hjá Umhverfisstofnun Evrópu sem ég gæti átt nægjanlega mikinn séns í til að það borgaði sig að fylla út umsókn. Þekki vel til stofnunarinnar eftir að ég sat þar í stjórn fyrir Íslands hönd í eitt ár. Ef ég á annað borð færi út í það að flytja til útlanda þá er Kaupmannahöfn svo sem ekki slæmur kostur. Það er svo stutt heim! Helst vildi ég þó vera hér á Íslandi, en ekki nema ég hafi eitthvað spennandi að gera. Ég verð alveg biluð ef óvissan og aðgerðaleysið mun standa yfir í langan tíma. Held þó ró minni enn um sinn.

fimmtudagur, febrúar 05, 2004

Snjór. Ákvað að skilja bílinn eftir heima og tók strætó númer 2 í vinnuna. Ég var að vonast til að lenda á vetnisstrætónum en varð ekki að ósk minni. Ég sé vetnisbílana alltaf af og til út um gluggann á skrifstofunni minni þegar þeir keyra hringtorgið.

Vikan hefur verið ágæt að því leyti að ég hef haft nóg við að vera svona fram að þessu. Nú þarf ég að fara yfir verkefni en annars er ekki margt í gangi í augnablikinu, a.m.k. ekki vað vinnuna varðar. En um helgina eru tónleikar og heilmikið stúss í kring um það.

þriðjudagur, febrúar 03, 2004

Einu sinni gleymdi frænka mín að bjóða mér í afmælið sitt. Á meðan ég sat heima og vorkenndi mér, hringdi hún í mig og spurði hvort ég væri ekki að fara að koma. Allir væru mættir nema ég og gestirnir vildi fara að byrja á kökunum. Henni hafði þótt svo sjálfsagt að ég væri boðin að hún skildi ekkert í því að ég væri ekki mætt þó ég hefði ekki fengið formlegt boð. Af einhverjum ástæðum dettur mér þetta atvik í hug þegar ég hlusta á helstu fréttir vikunnar um forsetann sem er sár yfir að hafa ekki verið boðið í stjórnarráðsafmælið, og viðbrögð forsætisráðherra og forseta Alþingis sem skilja ekkert í því að Ólafur hafi ekki áttað sig á því að hann væri sjálfboðinn.

Mín lexía frá afmælisboðinu forðum var sú að ef mér langaði í boð, en var ekki viss hvort ég væri boðin eða ekki, þá læt ég þessa óvissu ekki hindra mig heldur dríf mig af stað og læt eins og eina ástæðan fyrir því að mér var ekki formlega boðið sé sú að það sé svo augljóst að ég sé velkomin að það þurfi ekki einu sinni að nefna það. Enn hef ég hvergi verið rekin út! Það breytir því þó ekki að stundum koma upp þær aðstæður að mig langar ekkert sérstaklega í þau boð þar sem ég er kannski ekki beint óvelkomin, en samt ekki nógu ofarlega í huga þeirra sem halda boðið að það skipti þá nokkru máli hvort ég er viðstödd eða ekki.

Munurinn á mér og forseta Íslands er hinsvegar sá að ég er að tala um boð sem ég mæti í sem ég sjálf en ekki í krafti virðulegs embættis. Ég skil þannig manninn Ólaf Ragnar ágætlega að verða hundfúll út í krakkana í stjórnarráðinu fyrir að vera alveg sama hvort hann er með í afmælinu eða ekki. Ég skil líka að hann hafi ákveðið að henni nenni bara ekkert að púkka upp á þetta lið. En spurningin er hvort forsetinn þurfi ekki að leggja þessar tilfinningar til hliðar þegar hann tekur ákvörðun um hvort hann verði viðstaddur athöfn sem margir telji mikilvæga í sögu lýðveldisins (er reyndar ekki viss um hvað mér finnst um mikilvægi þessa aldarafmæli stjórnarráðsins sjálf - en það er annað mál).

Að sama skapi er það auðvitað óttalega barnalegt af þeim sem skipuleggja hátíðarhöldin að geta ekki tryggt að upplýsingaflæði milli forsetaskrifstofu og stjórnarráðs sé í lagi svo ekki sé minnst á þann dónaskap að láta ekki vita um fyrirhugaðan ríkisráðsfund. Því annað er ekki hægt að kalla það en helberan dónaskap að leyna þessum fundi, alveg óháð því hvort sú ákvörðun forsetans að fara í frí á þessum tíma var skynsamleg eða ekki. Skiptir þá ekki máli hvort fundurinn var 7 mínútur eða ekki. Málið er að þetta er vettvangur sem hefur vald til að taka mikilvægar ákvarðanir ef hann kemur saman og með slíkt val á ekki að leika sér.

Sjálf er ég löngu búin að fyrirgefa frænkunni sem gleymdi mér og vonandi að æðstu embættismennirnir geti sýnt jafnmikinn þroska og við litlu stelpurnar gerðum fyrir svo löngu síðan og sagt bara afsakið, fyrirgefðu og byrjað svo aftur að leika sér saman!

mánudagur, febrúar 02, 2004

Rosalega flott heima hjá mér núna. Nýi spegillinn kominn á vegginn og sá gamli, sem mér þótti alltaf óttalega ljótur, getur nú bara farið inn í geymslu og beðið þangað til einhver aumkar sig yfir hann. Annars verður væntanlega orðið enn flottara á morgun, því helmingurinn er eftir. Ég fékk sem sagt himnasendingu að norðan, í formi handlagins föður, og því er verið að taka holið í gegn, fylla í holur, mála og gera fínt. Í gær voru tveir veggir málaðir, en tveir eru eftir sem verða væntanlega sigraðir í kvöld.

Þeir Kristján og Hafsteinn, tvíburar, synir Sigrúnar frænkur, eru komnir með bloggsíðu. Sýnist umræðuefnin mest vera um ís, íþróttir og uppáhaldsfrænkur. Það síðast nefnda mun hafa valdið nokkrum usla í Njarðargötunni ;-)

Hef annars eytt mestum hluta morgunsins í að prenta út verkefni. Varð á að leyfa nemendum að skila verkefnum í tölvupósti ef þau hefðu ekki klárað fyrir síðasta fimmtudag. Sé fram á að stundakennaralaunin (sem er ekki há!!) étist upp í prentkostnaði nema ég tryggi skil á lokaritgerð í pappírsformi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?