<$BlogRSDUrl$>

Samfélagsrýni, pælingar um lífið og tilveruna og annað sem mér dettur í hug.

mánudagur, mars 29, 2004

Helgin
Helgin var óvenju annasöm. Kóræfing, tónleikar, leiksýning, matarboð.... Mér líður hálf undarlega þessa dagana enda tilveran verið frekar óvenjuleg undanfarnar vikur - eða eiginlega undanfarna mánuði. Alveg síðan í desember hefur mér líðið eins og ég sé stödd í einhverju tómarómi og viti ekki almennilega hvert ég er að fara. Hef þurft að taka á öllu sem ég á til að halda fast í sjálfsmyndina, hver ég er og hvað ég stend fyrir. Er að vonast til að ég sé farin að sjá í ljósið og framundan sé aðeins meira fast land undir fótum. Lífið er leiðinlegt án hæfilega mikillar óvissu. Það verður að vera pláss fyrir hið óvænta. En mér finnst svolítið erfitt þegar óvissan ríkir á öllum sviðum lífsins í einu.
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?