<$BlogRSDUrl$>

Samfélagsrýni, pælingar um lífið og tilveruna og annað sem mér dettur í hug.

miðvikudagur, apríl 28, 2004

Vorið
Tek allt í einu eftir því að grasið er alveg að verða grænt á flötinni fyrir neðan gluggann minn í vinnunni. blár himinn, sjórinn og grænt gras. Ég held að vorið sé að koma. Bara tveir dagar þar til ég flýg úr landi. Gott mál.

Finnst ég ætti að tala um fjölmiðlafrumvarpið eða eitthvað annað gáfulegt, þar sem ætlunin var nú alltaf að vera með einhverja samfélagsrýni hér á þessum síðum, en í augnablikinu er mér bara einhvernvegin alveg sama. Ég er svo upptekin af því að ég sé að fara í burt og ætli að taka mér smá tíma fyrir sjálfa mig, að mér er slétt sama um samfélagsmálin, pólitíkina og allt það, í bili.

þriðjudagur, apríl 27, 2004

Skapvont ljón
Ljónynjan verið óvenju skapvond og pirruð síðustu daga. Reyni samt eins og ég get að haga mér siðsamlega, og hefur að mestu tekist, að því undanskildu að ég stalst til að setja alla skó nágranna minna í eina hrúgu þegar enginn sá til!!! Sem betur fer er ég á leið úr landi og vonast til að skola af mér þessi leiðindi á leiðinni yfir hafið.

laugardagur, apríl 17, 2004

Brasið á Birni
Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Björn Bjarnason síðan ég vann sem blaðamaður. Hann var alltaf svo fljótur að svara ef maður var að reyna að ná í hann og talaði svo skýrt og skorinort að það var næstum hægt að vélrita fréttir beint upp. Þurfti lítið að laga til og endurskipuleggja eins og oftast. Þannig að þótt að ég sé mjög oft efnislega óssammála honum, hefur ég samt alltaf verið ágætlega jákvæð gagnvart honum svona sem persónu. Mér finnst hinsvegar viðbrögð hans við úrskurði kærunefndar jafnréttislaga svo hallærisleg að ég held ég verði að endurskoða afstöðu mína. Tók ekki Björn sjálfur þátt í að setja þessi lög? Hefur hann einhverntíman gagnrýnt lögin áður, og talað um að þau væru barn síns tíma? Ekki man ég hann t.d. taka upp hanskann fyrir Valgerði Bjarnadóttur, jafnréttisstýru, sem var gert að taka þá ábyrgð á því máli sem hún tengdist með því að fórna starfinu sínu. Nei, það er ekki fyrr en hann er sjálfur gagnrýndur fyrir að brjóta lögin sem hann fer að tala um að eitthvað sé athugavert við þau. Ekki mjög trúverðugt!
Arg...
Frekar fúl vika. Hófst á því að ég komst að því að fartölvan mín var horfin. Hefur sennilega verið stolið úr minni eigin íbúð beint fyrir framan nefið á mér. Ekki króna úr tyggingum fyrst að engin merki eru um innbrot. Var í þvílíku ruslu í eina tvo daga en svo nennti ég bara ekki að velta mér mikið meira upp úr þessu. Verður bara að hafa það. En viðurkenni að þetta setti mig hressilega út af laginu, ekki síst þar sem tilveran hafði verið dálítið erfið fyrir og því óvenju auðvelt að koma mér úr jafnvægi.

This page is powered by Blogger. Isn't yours?