<$BlogRSDUrl$>

Samfélagsrýni, pælingar um lífið og tilveruna og annað sem mér dettur í hug.

laugardagur, apríl 17, 2004

Brasið á Birni
Ég hef alltaf haldið dálítið upp á Björn Bjarnason síðan ég vann sem blaðamaður. Hann var alltaf svo fljótur að svara ef maður var að reyna að ná í hann og talaði svo skýrt og skorinort að það var næstum hægt að vélrita fréttir beint upp. Þurfti lítið að laga til og endurskipuleggja eins og oftast. Þannig að þótt að ég sé mjög oft efnislega óssammála honum, hefur ég samt alltaf verið ágætlega jákvæð gagnvart honum svona sem persónu. Mér finnst hinsvegar viðbrögð hans við úrskurði kærunefndar jafnréttislaga svo hallærisleg að ég held ég verði að endurskoða afstöðu mína. Tók ekki Björn sjálfur þátt í að setja þessi lög? Hefur hann einhverntíman gagnrýnt lögin áður, og talað um að þau væru barn síns tíma? Ekki man ég hann t.d. taka upp hanskann fyrir Valgerði Bjarnadóttur, jafnréttisstýru, sem var gert að taka þá ábyrgð á því máli sem hún tengdist með því að fórna starfinu sínu. Nei, það er ekki fyrr en hann er sjálfur gagnrýndur fyrir að brjóta lögin sem hann fer að tala um að eitthvað sé athugavert við þau. Ekki mjög trúverðugt!
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?