<$BlogRSDUrl$>

Samfélagsrýni, pælingar um lífið og tilveruna og annað sem mér dettur í hug.

föstudagur, nóvember 05, 2004

Bush, Arafat, Þórólfur og fleira
Ýmislegt að gerast í fréttum undanfarið. Ég er mjög svekkt yfir því að Bush hafi sigrað í kosningum vestra, en átti samt einhvernvegin von á því og hafði því ekki fyrir því að gíra mig upp í einhvern spenning. Var kannski ekki heldur neitt yfirmáta hrifin af Kerry, þó mér hafi þótt hann skárri kostur en Bush.

Aðrar merkilegar heimsfréttir eru veikindi Arafats. Virðist vera að lífi hans sé lokið og ástæða þess að hann sé enn tengdur við vélar séu einfaldlega til að fresta því að úrskurða hann látinn á meðan verið er að greiða úr flækjunni um hvar eigi að jarða hann. Samkvæmd íslam má nefnilega ekki líða meir en sólarhringur frá andláti og þar til viðkomandi er jarðaður. Dauði hans mun án ef hafa talsverð áhrif á friðarumræður en áhrifin gætu í raun verið á hvorn vegin sem er - annars vegar að öfgafullir palestínumenn nái betri fótfestu, eða að það rúm sem Arafat skilji eftir sig skapi rými fyrir nýtt fólk sem takist að afla þess traust sem nauðsynlegt er til að viðkomandi geti rætt við óvinninn til að leita sameiginlegra lausna.

Svo eru það innanlandsmálin. Nenni varla að tjá mig um þau. Var kærkomið að fá smá frí frá fréttum um kennaraverkfallið - en þær munu væntanlega bresta á aftur strax eftir helgina þegar úrslit úr kosningum verða ljós. Miðað við það sem heyrst hefur frá kennurum ættu samningar að kolfalla - en þar sem oft heyrist hæst í þeim óánægðu er ég ekki alveg viss um að úrslitin verði á þeim nótum.

Hefði helst viljað hafa Þórólf áfram borgarstjóra en sýnist flest stefna í að svo verði ekki. Maður veit samt aldrei og Þórólfur seigur að verja sig. Hann er skemmtilega einlægur og ég kann vel að meta það. Á meðan sitja aðrir sem aðild áttu að samráðinu, og sumir þeirra sem báru talsvert meiri ábyrgð en Þórólfur, öryggir í holum sínum og passa sig að láta engan ná af sér tali. Sumir jafnvel drifið sig til útlanda til að forðast hugsanlegt áreiti. Er ekki verið að hengja bakara fyrir smið hér????
Comments: Skrifa ummæli

This page is powered by Blogger. Isn't yours?